Tuesday, November 23, 2010

edie's eyes



trine er danskur tískubloggari á blogginu trine's wardrobe. ég fylgdist alltaf með blogginu hennar þegar ég bjó úti í danmörku í byrjun ársins og þá var hún að vinna í nýrri fatalínu sem átti eftir að koma á markað. fyrir algjöra tilviljun kíkti ég svo á bloggið hennar nýlega eftir að hafa ekki gert það mjög lengi og sá það að fatalínan hefur litið dagsins ljós og heitir edie's eyes. hún lofar mjög góðu, flottir litir, kósý peysur og ofur töff skart.


kling

ég fylgist vel með blogginu hennar elin kling. í dag sagði hún frá því að hún muni koma til með að stofna nýtt tískutímarit í samvinnu við stærsta fjölmiðlafyrirtækið í svíþjóð. fyrsta tölublaðið kemur í mars og verður örugglega stútfullt af tísku og stíl ef maður þekkir kling rétt.


vinnuheitið á blaðinu er style by og munu aðstoðarkonurnar hennar, columbine smille og emma elwin koma til með að vera blaðamenn... spennandi!

Saturday, November 13, 2010

h&m ss11

alltaf gaman að skoða það sem er væntanlegt frá h&m. þetta er vor/sumar 2011...hlakka til að sjá meira


hægt að sjá myndina stærri hér

svolítið vetrarlegur stíll yfir þessu, allavega miðað við brúna litinn og yfirhafnirnar. frekar ólíkt sumartísku síðustu ára. uppáhaldið mitt af þessum lúkkum að ofan eru þessi tvö:

Saturday, October 30, 2010

30.10

outfit dagsins. poncho h&m, buxur h&m, skór bullboxer.


Friday, October 29, 2010

cross double ring

mig er búið að langa í double hring með krossi í allt haust. búin að sjá þetta bæði á asos og nasty gal.





sem betur fer verður bráðum hægt að fá svona lovlí hring á íslandinu góða :) og það bara á eitthvað um 1500 kall!

temporary

það hlaut að koma að þessu...temporary tattoo frá asos

kosta bara 6 pund

spurning um að splæsa eða er þetta kannski bara kjánaleg eftirlíking af chanel tattúunum?

Thursday, May 27, 2010

wang copies

það er alveg ótrúlegt hvað vinsældir alexander wang virðast bara fara aukandi. þegar eitthvað verður að eins miklu trendi eins og wang stíllinn þá er það oft ekki mjög langlíft, en hann virðist einhvern veginn alltaf hitta naglann á höfuðið. með vinsældunum koma náttúrulega eftirlíkingar (sem eru kannski ágætar fyrir þá sem hafa ekki efni á the real deal). eftirlíkingarnar eru misgóðar en ég er búin að sjá nokkuð góðar upp á síðkastið, eins og þessar...


Skór frá Alexander Wang -- Skór frá Chicy


Taska frá Alexander Wang -- Taska frá Modekungen


Sólgleraugu frá Alexander Wang -- Sólgleraugu frá Spanish Moss


Bland af misgóðum eftirlíkingum af A.Wang töskunum. Gallataskan er frá Blond, en allar hinar frá Forever21.

Sunday, May 23, 2010

h&m coming up



hversu girnileg er haustlínan frá h&m ? sumarið er rétt að byrja og mér er strax farið að hlakka til vetursins. ekki kannski veðursins, en allavega að versla vetrarfötin. ég fíla vetrartískuna alltaf miklu betur, líklegast af því veturinn hjá okkur er lengri og meiri fjárfesting í vetrarflíkunum. en það eru búnar að vera að poppa upp myndir á skandinavískum tískubloggum frá h&m showroominu þar sem haustlínan var sýnd, og mér líkar svo sannarlega það sem ég er að sjá. kápurnar eru æði, svarthvíta munstrið og kósý buxurnar. alveg greinilegur innblástur frá missoni, burberry, givenchy og isabel marant, sem eru nokkur af mínum uppáhalds tískuhúsum í dag.











chloé inspired outfit sem miroslava púllaði á tískuvikunni í parís, hægt að fá lookið fyrir less hjá h&m í haust!

Wednesday, May 19, 2010

outfit dagsins



það var alveg yndislegur dagur í dag, hitinn loksins orðinn góður og hægt að fara í sumarfötin. sem í mínu tilfelli var reyndar svartur harem buxnasamfestingur úr h&m. þarf virkilega að fara að kaupa mér eitthvað sumarlegra og vera í eitthverju í LIT.
og já, ég ákvað að halda þessum hringlóttu úr ginu tricot. vona að þau undirstriki ekki hringlótta andlitið mitt of mikið ...

Tuesday, May 18, 2010

wanted

mig langar í...


...þessa skó frá timeless. og það besta er að þeir kosta bara um 5500 kall :)

Thursday, May 13, 2010

new things

þetta er það sem ég er búin að kaupa mér síðustu daga. svona smá að verðlauna sjálfa mig fyrir að vera búin í prófum. og oh já þetta er allt svart...ósumarlegasta val ever, þarf virkilega að fara að kaupa mér eitthvað í lit! fékk sokkabuxur bæði með hjartamunstri og doppóttar á 2 fyrir 1 í bik bok og keypti líka blúndusokka með. verý kjút. bolurinn með rifunum á handleggjunum var líka til í ljósbleikum, sem ég ætlaði upphaflega að kaupa en hann blendaðist svo við húðlitinn minn að það kom bara ekki nógu vel út.
keypti mér líka þessar stuttbuxur, og já auðvitað í svörtu! sá ekki þennan ljósa lit í búðinni...hefði verið svolítið mikið sumarlegri. þessar svörtu eru samt engu að síður flottar og ég get þá verið í þeim líka í vetur við aðeins þykkari sokkabuxur.
svo er ég búin að kaupa mér þrenn sólgleraugu, öll mjög svipuð, með það í huga að halda einum eftir og skila hinum. get bara ekki ákveðið mig. mig langaði svo mikið í brún yrjótt gamaldags umgjörð. þessi fyrstu eru frá ginu tricot. eins flott og þau eru þá fara þau mér eiginlega ekki. þessi númer tvö eru svolítið töff af því þau eru í cat eye stíl en þessi neðstu eru samt líka svo flott. hjálp?

Monday, May 10, 2010

ring ring

ég er komin með obsession fyrir hringum. hef nefnilega aldrei fílað hringi á puttunum á mér, er með frekar stutta putta og fannst það bara aldrei lúkka vel. en í ferð niðrí bæ um daginn þá rötuðu tveir mjög penlegir gaddahringir í pokann hjá mér. þeir koma úr glitter sem er eiginlega frekar cheap skartgripabúð, en samt þess virði að kíkja í því það leynist töff skart inni á milli. núna er ég bara að reyna að finna fleiri, svo hinir verði ekki einmana ;)

keypti þessa í miðjunni (myndin er frá clamour4glamour.com)


þessi er úr íslenskri skartgripalínu sem heitir uppsteyt. hafði aldrei heyrt um það fyrr en ég rakst á facebook síðuna hjá þeim. mér finnst þessi mjög töff, og hann er líka til í gylltu.



skór dagsins...defeeter frá dope

Sunday, May 9, 2010

original icon



ég sá að urban outfitters voru með keppni núna fyrir mæðradaginn þar sem fólk gat sent inn stylish myndir af mömmu sinni þegar hún var ung. mér fannst þetta svo flottar myndir, og sýna hvað margt í tískunni er ennþá inni - eins og sjóararendur og mittisháar stuttbuxur - að ég ákvað að setja inn nokkrar af bestu myndunum að mínu mati. svo sumarlegar og sætar :)