Thursday, May 13, 2010

new things

þetta er það sem ég er búin að kaupa mér síðustu daga. svona smá að verðlauna sjálfa mig fyrir að vera búin í prófum. og oh já þetta er allt svart...ósumarlegasta val ever, þarf virkilega að fara að kaupa mér eitthvað í lit! fékk sokkabuxur bæði með hjartamunstri og doppóttar á 2 fyrir 1 í bik bok og keypti líka blúndusokka með. verý kjút. bolurinn með rifunum á handleggjunum var líka til í ljósbleikum, sem ég ætlaði upphaflega að kaupa en hann blendaðist svo við húðlitinn minn að það kom bara ekki nógu vel út.
keypti mér líka þessar stuttbuxur, og já auðvitað í svörtu! sá ekki þennan ljósa lit í búðinni...hefði verið svolítið mikið sumarlegri. þessar svörtu eru samt engu að síður flottar og ég get þá verið í þeim líka í vetur við aðeins þykkari sokkabuxur.
svo er ég búin að kaupa mér þrenn sólgleraugu, öll mjög svipuð, með það í huga að halda einum eftir og skila hinum. get bara ekki ákveðið mig. mig langaði svo mikið í brún yrjótt gamaldags umgjörð. þessi fyrstu eru frá ginu tricot. eins flott og þau eru þá fara þau mér eiginlega ekki. þessi númer tvö eru svolítið töff af því þau eru í cat eye stíl en þessi neðstu eru samt líka svo flott. hjálp?

5 comments:

  1. Úff ekki gæti ég valið, öll svo flott!:)
    xx

    ReplyDelete
  2. Pretty things! Öll gleraugun sjúklega flott, en ef þú þarft, skilaðu þá þeim sem fara þér ekki, átt örugglega ekkert eftir að nota þau ;)

    ReplyDelete
  3. hehe já ég skila þessum efstu alveg örugglega. Á nú þegar ein svona hringlótt og stór sem ég pantaði af Asos og voru miklu stærri en þau virkuðu á myndinni og hef einmitt aldrei notað þau!

    ReplyDelete
  4. oo mér finnst þessi efstu klikkað flott!

    ReplyDelete
  5. En mikið af fínu dóti, ég muni eiga sólgleraugu 1 og nr.2 :D

    ReplyDelete