Friday, December 18, 2009

atacoma



acne atacoma skórnir hafa verið að tröllríða öllu í bloggheiminum enda ógeðslega töff skór! hver tískubloggarinn á fætur öðrum hafa nælt sér í par, aðallega skandinavíupíurnar enda acne alsænskt.




fylltir hælar eru almennt mjög heitir í ökklaskónum. ég var í fyrstu ekki alveg sannfærð og ekki að fíla þá en þeir hafa unnið á og núna þegar það eru líka komnar fjölbreyttari tegundir þá hef ég alveg fallið fyrir trendinu. ég sá að það eru komnar svona týpur í kaupfélaginu og svo er sænska keðjan din sko með nokkrar útgáfur.





Wednesday, October 28, 2009

kate moss holiday


hmm. nýjasta kate moss kollektionið fyrir topshop, jóla- og áramótalína, er undir einhvers konar austurlenskum áhrifum að hluta til. veit ekki alveg hvað mér finnst. sumt er ókei, annað hræðilegt en nokkrar flíkur mjög flottar. ég persónulega er ekki mikill fan af japönskum blómamunstrum, kímónóum, hálsmálum sem ná uppí háls osfrv. hef bara aldrei fílað þennan stíl.

það sem ég er hins vegar að elska við þessa línu eru peysurnar með flottum axla detailum. engir kreisí axlapúðar í gangi en samt smá ýkt og svo perlur, steinar og leður til að skreyta.


líka nokkur festive pieces sem ég er alveg að fíla. silki, feldur, fjaðrir - gerist ekki betra.


línan fer í sölu á topshop.com á morgun. vonandi kemur hún sem fyrst til íslands, veit samt ekki hvort verðin verði eitthvað til að gleðjast yfir. þið getið allavega skoðað restina á nitrolicious.

flauels undirfötin eru ekta jóló!

Saturday, October 24, 2009

color your life


naglalakkatíska vetrarins er töff og spannar víðara litróf en svartan eins og síðustu vetra. þau allra heitustu eru víst dökkgrár, dökkgrænn, dimmblár og vínblóðrauður. naglalakkalína opi fyrir veturinn kallast espana og er með fullt af flottum dökkum tónum eins og dökkskógargrænum, dimmblágráum, vínfjólubláum, súkkulaðirauðum og blóðrauðum. hljómar vel!


sá líka að mac eru að koma með naglalökk í nokkrum dökkum litum hönnuðum af jin soon chi. örlítið bjartari tónar í gangi þar en allt saman mjög flottir litir.


þessi fyrir neðan er svo frá make up store og kallast vadim. töff mattur grár litur. sá hann á síðunni hennar margrétar (margret.is).


naglalökk eru ódýr fjárfesting til að poppa upp á útlitið og ég mæli með því að næla sér í einhvern nýjan og flottan lit fyrir veturinn!

Monday, October 19, 2009

the new girl

andlit of the season er constance jablonski, hún gekk catwalkið fyrir 72 hönnuði í ss10 sýningunum á tískuvikunum í sept og okt. mér finnst þessi franska stelpa hafa virkilega ferskt andlit og það verður gaman að sjá hvaða hluti hún mun gera í tískuheiminum á næstunni.






ég elska að pæla í fyrirsætunum, það er líka skrýtið að pæla í hvað líftími þeirra er stuttur, þú getur ekki verið aðalmódelið nema í örstuttan tíma því það kemur alltaf eitthvað nýtt og ferskt andlit í staðinn - með öðrum orðum, tískuheimurinn moves on. það eru bara örfá módel sem hefur tekst að viðhalda vinsældunum, súpermódelin. moss, campbell, crawford, schiffer etc.

leopard overflow

leopard munstur er að koma sterkt inn í haust. það eru mjög svo skiptar skoðanir á þessu mynstri, enda getur það verið frekar sjoppulegt sé það gert rangt. isabel marant sýndi alveg geðveikan hlébarðapels í fw09 sýningu sinni, alex wang var sömuleiðis í leo stuði fyrir sumarið '10 en hann býður upp á skó með fylltum og ófylltum hælum og í munstrinu.




í haust sér maður hlébarðamunstrið aðallega á pelsum og hælaskóm. ashish gerði nýlega skólínu fyrir topshop og voru þar m.a. geggjaðir háir platform leopard skór með fylltum hæl. mér finnst skór í mynstrinu einmitt mjög töff og ef ég finn einhverja flotta, sérstaklega með fylltum hæl þá stekk ég eflaust á tækifærið.




Friday, October 16, 2009

leðurjakkar a la rick owens


er svo mikið að fíla leðurjakka í rick owens stíl í augnablikinu. er orðin dáldið þreytt á þessu týpíska mótorhjóla 'biker' leðurjakkalúkki - þó það sé enn heitt, þá eru þessir jakkar hins vegar enn heitari að mínu mati. þeir eru frekar lausir í sér, úr mjög mjúku leðri, með víðu hálsmáli og dreipera flott þegar þeir eru órenndir. sá töff leðurjakka í þessum stíl í warehouse um daginn sem kostaði um 50 þúsund ef ég man rétt. takk fyrir. þeir hafa líka verið að fást í all saints en sú verslun verður seint talin sú ódýrasta.


það sem mér finnst sérstaklega smart við þessa jakka er að á innanverðum handleggnum er teygjuefni sem gerir hann lipurri. ég er alvarlega að pæla í að prófa að sauma mér jakka í svipuðum stíl. hef séð (gervi?)leðurefni í efnabúðinni virku, tók ekki eftir því hvort það hafi verið á sky high verði, en ef það er ódýrt gæti það reyndar verið soldið feik lúkking. spurning hvað verður úr þessu diy projekti...

Sunday, October 4, 2009

christopher kane vs oasis


þeir sem eru að fíla brjálæðislega flottu skreyttu leggingsarnar í línu christhoper kane fyrir topshop ættu að líta við í oasis kringlunni og tékka á trufluðum metalskreyttum leggings fyrir um 10.000 kall. ókei soldið dýrt, en eflaust ódýrari en þær frá kane (og ekki svo galið verð miðað við hvað þær eru mikið statement piece).

oasis buxurnar (til hægri fyrir neðan) eru náttúrulega ekki alveg eins en svona í heild er alls ekki ósvipaður fílingur yfir þeim.

p.s. hversu töff er samt christopher kane línan ?? mig langar í allt - gæti ómögulega valið á milli.