Monday, May 10, 2010

ring ring

ég er komin með obsession fyrir hringum. hef nefnilega aldrei fílað hringi á puttunum á mér, er með frekar stutta putta og fannst það bara aldrei lúkka vel. en í ferð niðrí bæ um daginn þá rötuðu tveir mjög penlegir gaddahringir í pokann hjá mér. þeir koma úr glitter sem er eiginlega frekar cheap skartgripabúð, en samt þess virði að kíkja í því það leynist töff skart inni á milli. núna er ég bara að reyna að finna fleiri, svo hinir verði ekki einmana ;)

keypti þessa í miðjunni (myndin er frá clamour4glamour.com)


þessi er úr íslenskri skartgripalínu sem heitir uppsteyt. hafði aldrei heyrt um það fyrr en ég rakst á facebook síðuna hjá þeim. mér finnst þessi mjög töff, og hann er líka til í gylltu.



skór dagsins...defeeter frá dope

1 comment:

  1. Ég er einmitt á einhverju hringa tímabili.. elska hringi! Þessir eru allir rosa flottir, finnst einmitt svona fígúru hringir geðveikir, tiger, skull, uglur..<3
    xx

    ReplyDelete