úff það er svo langt síðan ég hef bloggað. alvega ótrúlega leiðinlegt þegar sólahringurinn er of stuttur. en þar sem ég fer bráðum í sumarfrí þá hef ég sko nægan tíma til að bloggstússast :) er allavega með fullt af hlutum sem bíða eftir að komast úr hausnum á mér. núna er það samt próflestur, næstsíðasta prófið á þriðjudag og um næstu helgi verð ég alveg búin. can't wait!
saumaði mér einfalt pils um daginn, heppnaðist bara nokkuð vel. frekar casual úr þunnu jersey efni og mjög töff við þunnar sokkabuxur og hæla. mig hafði langað í svona dreiperað pils soldið lengi og ákvað að gera snið að því í sníðakúrs sem ég var í og sauma svo.
annars þá fór ég á loppemarkað á fimmtudaginn, alveg heaven að gramsa í fötunum þar þó að margt sé alveg glatað. en ég stóð allavega uppi með níu flíkur eftir allt gramsið og borgaði bara tæpan 3000 kall fyrir. það borgaði sig allavega að prútta smá. fékk geggjað kögurvesti úr rúskinni með hevý síðu kögri!, og líka tvennar oversized silkiblússur - geggjaðar í sumar. og meira og meira...