mér finnst einhvern veginn tískan á veturna skemmtilegri en á sumrin og miklu meira spennandi að versla föt fyrir kaldan tíma. kannski af því það er kalt á íslandi meiri hluta ársins. vetrarstíllinn bíður líka upp á meiri möguleika - fleiri flíkur og ég fíla vel layering, lag ofan á lag af flíkum. það besta af öllu þennan veturinn eru samt feldir, loðvesti, loðhúfur og loðkragar! ég hef aldrei fílað loðfeldi eins mikið og þennan veturinn.
ég kemst bráðum í h&m en það virðist sem lítið sé eftir af alvöru vetrarflíkum og allt orðið fullt af sumarflíkum. (ekkert voða sniðugt þar sem mér skilst að það sé skítkalt í dk í augnablikinu).
No comments:
Post a Comment