Sunday, January 17, 2010

minimarket


lookbookið frá minimarket fyrir sumarið er ótrúlega flott. litirnir eru ekta sumar og sól...þeir eru skærir en samt svolítið pastel. það er líka fullt af flottum aukahlutum í línunni - litríkir skór, sólgleraugu, töskur, hanskar og hattar.


töff auglýsingaherferð líka!

who knew?

...rachel zoe að baka ?


zoe póstar á twitter síðuna sína voða sætum myndum af sér í náttsloppnum að baka, en hún segir að bakstur "hjálpi sér að slaka á". vil ekki vera vond við greyið konuna en þessar myndir úr jólafríinu hennar á ströndinni fullvissa mig ekki um að hún actually borði kökurnar sínar.



ef einhver er interested þá er hér uppskrift að bananabrauðinu hennar. prófaði að baka það en það var hálf hrátt hjá mér :/

Friday, January 15, 2010

keep warm



mér finnst einhvern veginn tískan á veturna skemmtilegri en á sumrin og miklu meira spennandi að versla föt fyrir kaldan tíma. kannski af því það er kalt á íslandi meiri hluta ársins. vetrarstíllinn bíður líka upp á meiri möguleika - fleiri flíkur og ég fíla vel layering, lag ofan á lag af flíkum. það besta af öllu þennan veturinn eru samt feldir, loðvesti, loðhúfur og loðkragar! ég hef aldrei fílað loðfeldi eins mikið og þennan veturinn.

ég kemst bráðum í h&m en það virðist sem lítið sé eftir af alvöru vetrarflíkum og allt orðið fullt af sumarflíkum. (ekkert voða sniðugt þar sem mér skilst að það sé skítkalt í dk í augnablikinu).

braids



síð og laus hliðarflétta er officially orðin hárgreiðsla sumarsins. ég hef sem betur fer ákveðið að safna hári undanfarið og er búnað setja í mig svona fléttu nokkrum sinnum eftir að ég sá hvað það var töff á pöllunum hjá alexander wang. líka næs að hún má vera svolítið úfin, en aðalgaldurinn að mínu mati er að skilja svolítinn enda eftir að neðan. mjög einföld og þægileg hárgreiðsla í sumar. en svona fléttur sáust líka hjá miu miu þannig nú er bara að safna enn meira hári í síðari fléttu :)

Wednesday, January 13, 2010

chanel for less


chanel er örugglega eitt af þekktustu vörumerkjum í heimi. þetta er sérstaklega áberandi þegar farið er að gera matvæli og skyndibitapakkningar með chanel lógóinu.
flottust finnst mér samt heimagerða "chanel" taskan...

unfinished business


það er mikið um grófleika í tískunni núna sem ég er að fíla...nælur, keðjur og rifur. flott að poppa upp á svartan blazer jakka með því að setja nælur á axlirnar eins og á mynd tvö fyrir neðan.