Friday, October 16, 2009

leðurjakkar a la rick owens


er svo mikið að fíla leðurjakka í rick owens stíl í augnablikinu. er orðin dáldið þreytt á þessu týpíska mótorhjóla 'biker' leðurjakkalúkki - þó það sé enn heitt, þá eru þessir jakkar hins vegar enn heitari að mínu mati. þeir eru frekar lausir í sér, úr mjög mjúku leðri, með víðu hálsmáli og dreipera flott þegar þeir eru órenndir. sá töff leðurjakka í þessum stíl í warehouse um daginn sem kostaði um 50 þúsund ef ég man rétt. takk fyrir. þeir hafa líka verið að fást í all saints en sú verslun verður seint talin sú ódýrasta.


það sem mér finnst sérstaklega smart við þessa jakka er að á innanverðum handleggnum er teygjuefni sem gerir hann lipurri. ég er alvarlega að pæla í að prófa að sauma mér jakka í svipuðum stíl. hef séð (gervi?)leðurefni í efnabúðinni virku, tók ekki eftir því hvort það hafi verið á sky high verði, en ef það er ódýrt gæti það reyndar verið soldið feik lúkking. spurning hvað verður úr þessu diy projekti...

2 comments:

  1. segðu mér.. prófaðiru að sauma þér svona jakka eða?:)
    Ég var nebblega að pæla í því sama um daginn og sá mjög flott efni í Virku sem var ekki svo dýrt...

    ReplyDelete