naglalakkatíska vetrarins er töff og spannar víðara litróf en svartan eins og síðustu vetra. þau allra heitustu eru víst dökkgrár, dökkgrænn, dimmblár og vínblóðrauður. naglalakkalína opi fyrir veturinn kallast espana og er með fullt af flottum dökkum tónum eins og dökkskógargrænum, dimmblágráum, vínfjólubláum, súkkulaðirauðum og blóðrauðum. hljómar vel!
sá líka að mac eru að koma með naglalökk í nokkrum dökkum litum hönnuðum af jin soon chi. örlítið bjartari tónar í gangi þar en allt saman mjög flottir litir.
þessi fyrir neðan er svo frá make up store og kallast vadim. töff mattur grár litur. sá hann á síðunni hennar margrétar (margret.is).
naglalökk eru ódýr fjárfesting til að poppa upp á útlitið og ég mæli með því að næla sér í einhvern nýjan og flottan lit fyrir veturinn!
Úhh, þessir fallegu litir láta mig vilja kaupa mér nokkur ný naglalökk.
ReplyDeleteSkemmtilegt blogg!