leopard munstur er að koma sterkt inn í haust. það eru mjög svo skiptar skoðanir á þessu mynstri, enda getur það verið frekar sjoppulegt sé það gert rangt. isabel marant sýndi alveg geðveikan hlébarðapels í fw09 sýningu sinni, alex wang var sömuleiðis í leo stuði fyrir sumarið '10 en hann býður upp á skó með fylltum og ófylltum hælum og í munstrinu.
í haust sér maður hlébarðamunstrið aðallega á pelsum og hælaskóm. ashish gerði nýlega skólínu fyrir topshop og voru þar m.a. geggjaðir háir platform leopard skór með fylltum hæl. mér finnst skór í mynstrinu einmitt mjög töff og ef ég finn einhverja flotta, sérstaklega með fylltum hæl þá stekk ég eflaust á tækifærið.
No comments:
Post a Comment