hmm. nýjasta kate moss kollektionið fyrir topshop, jóla- og áramótalína, er undir einhvers konar austurlenskum áhrifum að hluta til. veit ekki alveg hvað mér finnst. sumt er ókei, annað hræðilegt en nokkrar flíkur mjög flottar. ég persónulega er ekki mikill fan af japönskum blómamunstrum, kímónóum, hálsmálum sem ná uppí háls osfrv. hef bara aldrei fílað þennan stíl.
það sem ég er hins vegar að elska við þessa línu eru peysurnar með flottum axla detailum. engir kreisí axlapúðar í gangi en samt smá ýkt og svo perlur, steinar og leður til að skreyta.
líka nokkur festive pieces sem ég er alveg að fíla. silki, feldur, fjaðrir - gerist ekki betra.
línan fer í sölu á topshop.com á morgun. vonandi kemur hún sem fyrst til íslands, veit samt ekki hvort verðin verði eitthvað til að gleðjast yfir. þið getið allavega skoðað restina á nitrolicious.
flauels undirfötin eru ekta jóló!