acne atacoma skórnir hafa verið að tröllríða öllu í bloggheiminum enda ógeðslega töff skór! hver tískubloggarinn á fætur öðrum hafa nælt sér í par, aðallega skandinavíupíurnar enda acne alsænskt.
fylltir hælar eru almennt mjög heitir í ökklaskónum. ég var í fyrstu ekki alveg sannfærð og ekki að fíla þá en þeir hafa unnið á og núna þegar það eru líka komnar fjölbreyttari tegundir þá hef ég alveg fallið fyrir trendinu. ég sá að það eru komnar svona týpur í kaupfélaginu og svo er sænska keðjan din sko með nokkrar útgáfur.