Tuesday, November 23, 2010

edie's eyes



trine er danskur tískubloggari á blogginu trine's wardrobe. ég fylgdist alltaf með blogginu hennar þegar ég bjó úti í danmörku í byrjun ársins og þá var hún að vinna í nýrri fatalínu sem átti eftir að koma á markað. fyrir algjöra tilviljun kíkti ég svo á bloggið hennar nýlega eftir að hafa ekki gert það mjög lengi og sá það að fatalínan hefur litið dagsins ljós og heitir edie's eyes. hún lofar mjög góðu, flottir litir, kósý peysur og ofur töff skart.


kling

ég fylgist vel með blogginu hennar elin kling. í dag sagði hún frá því að hún muni koma til með að stofna nýtt tískutímarit í samvinnu við stærsta fjölmiðlafyrirtækið í svíþjóð. fyrsta tölublaðið kemur í mars og verður örugglega stútfullt af tísku og stíl ef maður þekkir kling rétt.


vinnuheitið á blaðinu er style by og munu aðstoðarkonurnar hennar, columbine smille og emma elwin koma til með að vera blaðamenn... spennandi!

Saturday, November 13, 2010

h&m ss11

alltaf gaman að skoða það sem er væntanlegt frá h&m. þetta er vor/sumar 2011...hlakka til að sjá meira


hægt að sjá myndina stærri hér

svolítið vetrarlegur stíll yfir þessu, allavega miðað við brúna litinn og yfirhafnirnar. frekar ólíkt sumartísku síðustu ára. uppáhaldið mitt af þessum lúkkum að ofan eru þessi tvö: